Fara í efni

Fréttir

Opið hús hjá Brunavörnum Skagafjarðar föstudaginn 22. febrúar

19.02.2019
Fréttir
Opið hús hjá Brunavörnum Skagafjarðar á föstudaginn. Nýr slökkvibíll verður til sýnis ásamt öðrum tækjum slökkviliðsins.

Nýjung á heimasíðu - innsendir viðburðir

15.02.2019
Fréttir
Athygli er vakin á því að nú er mögulegt að tilkynna beint um viðburði sem framundan eru í Skagafirði til birtingar í viðburðardagatalinu á heimasíðunni www.skagafjordur.is á einfaldan og auðveldan máta. Á forsíðunni er hnappur - senda inn viðburð - þar sem upplýsingarnar eru skráðar. Stjórnendur síðunnar yfirfara alla viðburði og séu þeir...

Umsóknir opnar fyrir byggðakvóta 2018/2019

13.02.2019
Fréttir
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta fyrir Skagafjörð fyrir 2018/2019. Umsóknafrestur er til 25. febrúar.

Staða framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks

08.02.2019
Fréttir
Endurbætur á sundlauginni á Sauðárkróki hafa þróast þannig að nú er stefnt  að opnun laugarinnar  fyrri hluta apríl. Lengri lokun núna þýðir að ekki þarf að koma til lengri lokana seinna á verktímanum, þó það gæti þurft að loka einhverja daga. Með þessu er verið að búa öllum þeim sem koma að lauginni betra umhverfi til loka framkvæmda. Við opnun...

Áskorun til stjórnvalda um að hefja vinnu við undirbúning nýrra Tröllaskagaganga

07.02.2019
Fréttir
Bæjarstjórn Akureyrar og sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktu á fundum sínum fyrr í þessari viku áskorun á stjórnvöld um að tryggja í nýrri samgönguáætlun fjármögnun grunnrannsókna og samanburðar á bestu kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélags- og efnahagslegum áhrifum sem leiða af nýjum Tröllaskagagöngum.

Framlengdur frestur til að skila inn athugasemdum við breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

07.02.2019
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 6. febrúar 2019 að framlengja frest til að skila ábendingum og athugasemdum við tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu. Framlengdur frestur er til 25. febrúar 2019.

Sveitarstjórnarfundur 6. febrúar 2019

05.02.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 6. febrúar 2019 kl. 16:15 að Sæmundargötu 7

Dagur kvenfélagskonunnar í dag

01.02.2019
Fréttir
Sveitafélagið Skagafjörður sendir kvenfélagskonunum sínum í kvenfélögum Lýtingsstaðahrepps, Rípuhrepps, Sauðárkróks, Seyluhrepps, Skarðshrepps, Hóla- og Viðvíkurhrepps, Staðarhrepps, Skefilsstaðahrepps, Hofsóss og Fljótum bestu kveðjur í tilefni dagsins með þökk fyrir ómetanleg störf í gegnum árin.

Álagningu fasteignagjalda 2019 lokið

28.01.2019
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".