Afgreiðslu ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður lokað frá 24. desember t.o.m. 1. janúar 2019. Íbúar sem þurfa að sækja þjónustu í ráðhúsið eru hvattir til að gera slíkt hið fyrsta eða í síðasta lagi föstudaginn 21. desember nk. Ráðhúsið opnar aftur miðvikudaginn 2. janúar 2019 kl. 09:00.
Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. desember síðastliðinn var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu um umhverfismat áætlana.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2019-2023 var samþykkt með fimm atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 12. desember sl. Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalistans óskuðu bókað að þeir sætu hjá við atkvæðagreiðsluna og lögðu fram bókanir við áætlunina. Það gerðu einnig fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar.
Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk fyrir uppsetningu á þráðlausu netsambandi úr verkefninu WiFi4EU, en verkefnið WiFi4EU gerir sveitarfélögum innan Evrópu kleift að sækja um styrk að upphæð 15.000 evrum. Styrkurinn er ætlaður í uppsetningu á þráðlausu netsambandi (free hotspot) í opinberu rými (almenningsrými) fyrir íbúa sveitarfélaga og...