Fara í efni

Önnur helgin í aðventu

07.12.2018
Kveikt var á jólatrénu á Kirkjutorgi síðasta laugardag

Tíminn líður og jólin nálgast og margt í boði sem hægt er að njóta á aðventunni. Bændamarkaðurinn verður í Pakkhúsinu á Hofsósi á morgun laugardag og opið í Gallerí Alþýðulist í Varmahlíð. Í Bifröst verður revían Krókurinn í den - Rósir á mölinni kl 20 þar sem tónlistarfólk, leikarar og sögumenn stíga um 100 ár aftur í tímann og segja frá mannlífinu á Sauðárkróki sem þá var. Jólahlaðborð  eru á KK Restaurant og Hótel Varmahlíð á laugardagskvöldinu.

Á sunnudaginn eru þrjár aðventuhátíðir í Skagafirði, Glaumbæjarprestakalls á Löngumýri og Hofsóss- og Hólaprestakalls á Hofsósi kl 14 og Sauðárkrókskirkju kl 20. Í Glaumbæ verður rökkurganga í gamla bænum kl 16 með sögustund og gestir hvattir til að mæta með vasaljós. Jólakaffihlaðborð verður í Áshúsi og jólabrunch á Hótel Varmahlíð. Í Króksbíói verður myndin um Grinch sýnd kl 16 og er hún með íslensku tali fyrir yngstu kynslóðina. Á sunnudagskvöldinu eru tónleikar á Mælifelli, í anda gömlu jólanna, þar sem söngkonurnar Inga Birna Friðjónsdóttir og Hildur Helga Kristinsdóttir koma fram ásamt hljómsveit.

Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á þessari annarri helgi aðventu jóla í Skagafirði.

Jóladagskrá