Í dag 10. janúar eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg en hann dvelur nú á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni þessara tímamóta gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp.
Laus eru til umsóknar nokkur fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu flest frá og með 1. febrúar næstkomandi, garðyrkjufræðingur, skjalavörður, starfsmaður í Dagdvöl aldraðra og starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi.
Fjórar brennur eru í Skagafirði um áramótin, á Hofsósi, Hólum, Sauðárkróki og Varmahlíð. Það eru björgunarsveitirnar sem hafa veg og vanda af brennunum og flugeldasýningunum eins og áður.
Í gær var tilkynnt val á íþróttamanni-, liði- og þjálfara Skagafjarðar fyrir árið 2018 við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Einnig voru veitt hvatningarverðlaun UMSS og viðurkenningar fyrir þátttöku í landsliðum og þjálfara aðildarfélaga UMSS.
Við óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar