Íþróttamaður Skagafjarðar 2018

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir íþróttamaður Skagafjarðar 2018. Mynd feykir.is
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir íþróttamaður Skagafjarðar 2018. Mynd feykir.is

Í gær var tilkynnt val á íþróttamanni-, liði- og þjálfara Skagafjarðar fyrir árið 2018 við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Einnig voru veitt hvatningarverðlaun UMSS og viðurkenningar fyrir þátttöku í landsliðum og þjálfara aðildarfélaga UMSS.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona var valin íþróttamaður Skagafjarðar, meistaraflokkur Tindastóls í knattspyrnu kvenna lið ársins og Sigurður Arnar Björnsson þjálfari í frjálsum íþróttum þjálfari ársins. 

Við óskum öllu þessu frábæra íþróttafólki til hamingju!