Auglýsing um skipulagsmál - breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021
28.01.2019
Fréttir
Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. desember síðastliðinn var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu um umhverfismat áætlana. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði 23. janúar síðastliðinn og eru glærur frá fundinum nú aðgengilegar hér á heimasíðunni.