Árshátíð 6.-10. bekkjar Varmahlíðarskóla

Árshátíð nemenda  í 6.-10. bekk í Varmahlíðarskóla verður í menningarhúsinu Miðgarði  fimmtudaginn 17. janúar kl. 17:00 og föstudaginn 18. janúar kl. 20:00. Sýndur verður söngleikurinn Cry-Baby í leikstjórn Trostans Agnarssonar og Írisar Olgu Lúðvíksdóttur við undirleik hljómsveitar Stefáns Gíslasonar og eru allir velkomnir á sýningarnar.

Eftir sýningu fimmtudagsins er boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla eins og hefð hefur verið fyrir en að lokinni sýningu föstudagsins verður unglingaball fyrir 7.-10. bekk í Miðgarði þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um að halda uppi fjörinu. Frístundastrætó gengur á föstudeginum fyrir nemendur Árskóla og Grunnskólans austan Vatna.