Opinn kynningarfundur um tillögu að breytingum á aðalskipulagi 2009-2021 í Miðgarði 23. janúar

Sveitarfélagsuppdráttur - tillaga að breytingum á aðalskipulagi
Sveitarfélagsuppdráttur - tillaga að breytingum á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 12. desember 2018 að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Upplýsingar má nálgast hér.

Haldinn verður opinn kynningarfundur um breytingartillöguna  miðvikudaginn 23. janúar kl. 20:00 í Menningarhúsinu Miðgarði.

Allir velkomnir

 

Fh. skipulags-og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.