Auglýsing um skipulagsmál - breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

Sveitarfélagsuppdráttur - tillaga að breytingum á aðalskipulagi
Sveitarfélagsuppdráttur - tillaga að breytingum á aðalskipulagi

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. desember síðastliðinn var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu um umhverfismat áætlana.

Í tillögu felst (A) lega Blöndulínu 3 (raflína), (B) færsla á legu Sauðárkrókslínu, (C) áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, (E) nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki, (F) ný efnistökusvæði vegna framkvæmda og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.

Tillagan gerir grein fyrir forsendum breytinganna, útfærslu og umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 105/2006.

Nálgast má skipulagsgögnin hér á heimasíðunni, í ráðhúsi sveitarfélagsins á Sauðárkróki og hjá Skipulagsstofnun.

Ábendingum og athugasemdum við tillögu að aðalskipulagsbreytingum skal skila til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið jobygg@skagafjordur.is eða senda í pósti merkt Aðalskipulag Skagafjarðar, Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagfirðingabraut 17-19, 550 Sauðárkróki fyrir mánudaginn 4. febrúar 2019.

Haldinn verður opinn kynningarfundur um breytingatillöguna sem verður auglýstur síðar.