Opið hús hjá Brunavörnum Skagafjarðar föstudaginn 22. febrúar

Á dögunum fengu Brunavarnir Skagafjarðar afhenta nýja slökkvibifreið. Af því tilefni verður opið hús á slökkvistöð Brunavarna Skagafjarðar á Sæmundargötu á Sauðárkróki föstudaginn 22. febrúar frá 14:00 - 15:30. 
Gestum gefst kostur á að skoða nýja slökkvibílinn ásamt því að kynna sér starfsemi og búnað slökkviliðsins.