Fara í efni

Fréttir

Menningin blómstrar í Sæluvikunni

30.04.2019
Fréttir
Sæluvika Skagfirðinga hófst formlega síðasta sunnudag og hefur hver menningarviðburðurinn á fætur öðrum litið dagsins ljós. Opnun sýninga, frumsýning á leikriti, opin hús hér og þar og margt framundan.

Varðandi gjaldskrá heimaþjónustu í Skagafirði 2019 og gjaldflokka

26.04.2019
Fréttir
Þau leiðu mistök áttu sér stað í útsendu bréfi til þjónustuþega heimaþjónustunnar að röng dagsetning á skilum á gögnum var sett í bréfið sem er að berast þeim þessa dagana.

Setning Sæluviku á sunnudaginn

26.04.2019
Fréttir
Sunnudaginn 28. apríl verður formleg setning Sæluviku Skagfirðinga í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Sæluvikan er gamall menningarviðburður en upphaflega kallaðist vikan Sýslufundarvika og þá kom sýslunefnd Skagafjarðarsýslu saman til fundarhalda. Það er fjölbreytt dagskrá framundan næstu dagana enda um flotta lista- og menningarhátíð að ræða.

Íbúafundir um mótun menntastefnu í Sæluviku

26.04.2019
Fréttir
Nú stendur yfir vinna við mótun nýrrar menntastefnu Skagafjarðar. Menntastefnan er unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og frístundar. Ákveðið hefur verið að bjóða til opinna íbúafunda um mótun menntastefnunnar til að fá viðhorf sem flestra inn  í stefnumótunarvinnuna. Foreldrar nemenda...

Sveitarstjórnarfundur 24. apríl

22.04.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl kl. 16:15 að Sæmundargötu 7

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018

17.04.2019
Fréttir
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 var tekinn til fyrri umræðu í sveitarstjórn í dag. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2018 er 241 millj. króna og rekstrarafgangur A-hluta er er jákvæður um 91,5 millj. króna.

Umhverfisdagar Skagafjarðar 15. - 19. maí nk

17.04.2019
Fréttir
Umhverfisdagar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verða haldnir dagana 15. - 19. maí nk en í ár eru 30 ár frá því að umhverfisdagar voru fyrst haldnir í firðinum. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið að fá snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl og snyrti...

Opnunartímar sundlauga um páskana

16.04.2019
Fréttir
Nú eru páskarnir framundan og löng fríhelgi og margir sem leggja leið sína í sundlaugarnar. Sundlaugin á Hofsósi verður opin alla páskadagana frá skírdegi til annars í páskum kl 12:00-17:30 og sundlaugin í Varmahlíð kl 10:00-17:30. Sundlaugin á Sólgörðum verður opin föstudaginn langa kl 14:00-20:00 og á laugardaginn kl 13:00-16:00. Sundlaug Sauðárkróks er enn lokuð vegna framkvæmda.

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 17. apríl

15.04.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl kl. 16:15 að Sæmundargötu 7