Fara í efni

Íbúafundir um mótun menntastefnu í Sæluviku

26.04.2019

Nú stendur yfir vinna við mótun nýrrar menntastefnu Skagafjarðar. Menntastefnan er unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og frístundar. Ákveðið hefur verið að bjóða til opinna íbúafunda um mótun menntastefnunnar til að fá viðhorf sem flestra inn  í stefnumótunarvinnuna. Foreldrar nemenda á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri eru sérstaklega hvattir til þátttöku á fundunum.

 Fundirnir verða haldnir á þremur stöðum:

  • Mánudaginn 29. apríl kl. 17:00 -18:00 í Varmahlíðarskóla
  • Þriðjudaginn 30. apríl kl. 17:00 -18:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
  • Fimmtudaginn 2. maí kl. 17:00 - 18:00 í Grunnskólanum austan Vatna

Helga Harðardóttir kennsluráðgjafi/verkefnastjóri og Ingvi Hrannar Ómarsson kennsluráðgjafi hjá Fræðsluþjónustu Skagafjarðar stýra fundunum.

Kaffi og kleinur í boði.

Allir velkomnir.