Opnunartímar sundlauga um páskana

Sundlaugin í Varmahlíð
Sundlaugin í Varmahlíð

Nú eru páskarnir framundan og löng fríhelgi og margir sem leggja leið sína í sundlaugarnar.

Sundlaugin á Hofsósi verður opin alla páskadagana frá skírdegi til annars í páskum kl 12:00-17:30 og sundlaugin í Varmahlíð kl 10:00-17:30. Sundlaugin á Sólgörðum verður opin föstudaginn langa kl 14:00-20:00 og á laugardaginn kl 13:00-16:00  Sundlaug Sauðárkróks er enn lokuð vegna framkvæmda.

Við viljum vekja athygli á því að opnunartími Varmahlíðarlaugar er rangur í auglýsingunni um páskadagskrána í Skagafirði í Sjónhorninu. Einnig er auglýstur opnunartími sumardaginn fyrsta þann 25. apríl í sundlaugunum á Hofsósi og í Varmahlíð ekki réttur heldur í Sjónhorninu og biðjumst við innilega velvirðingar á því.

Páskaopnun 2019