Árshátíð GAV á Hofsósi í dag 12. apríl

Mynd frá árshátíð GAV 2016
Mynd frá árshátíð GAV 2016

Árshátíð Grunnskólans austan Vatna verður í Höfðaborg á Hofsósi í dag föstudaginn 12. apríl og hefst kl. 18:00. Í boði verða fjölbreytt skemmtiatriði,  leikur, söngur og dans. Nemendur verða með pizzusölu þegar dagskránni lýkur og síðan verður slegið upp diskóteki til kl. 21:30.

Aðgangseyrir er kr. 1.800 fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir leikskóla- og grunnskólabörn.