Laus störf til umsóknar hjá sveitarfélaginu

Enn er tækifæri til þess að sækja um sumarsörf hjá sveitarfélaginu, en mörg og fjölbreytt störf eru í boði fyrir sumarið auk þess sem auglýst er eftir framtíðarstarfsfólki í stöðu leikskólastjóra og leikskólakennara á leikskólann Ársali.

Garðyrkjudeild sveitarfélagsins auglýsir eftir sumarstarfsmanni í málningarvinnu. Unnið er í dagvinnu og er tímabil ráðningar frá byrjun maí til ágúst loka eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er 14. apríl.

Veitu- og framkvæmdasvið auglýsir eftir starfsmönnum í þjónustumiðstöð frá miðjum maí til loka ágústs eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl.

Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftir safnvörðum í sumarstarf og er ráðningartímabilið samkomulagsatriði en um er að ræða tímabilið frá miðjum maí og til ágúst loka. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl.

Fjölskyldusvið í málefnum fatlaðra auglýsir eftir sumarstasmönnum við starfsstöðvarnar við Fellstún, Kleifatún, Suðurgötu og Freyjugötu. Í boði eru 25-100% störf í dagvinnu sem og 50-100% vaktavinnu tímabilið júní-ágúst eða eftir samkomulagi. Möguleiki er á áframhaldandi starfi á Freyjugötu. Þá er einnig auglýst eftir starfsmanni í 50% starf hjá Iðju dagþjónustu frá byrjun júní til ágústloka eða eftir samkomulagi og er umsóknarfrestur 25. apríl.

Heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi auglýsir eftir starfsmönnum í mismunandi starfshlutfall tímabilið júní-ágúst eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl.

Frekari upplýsingar má nálgast hér á heimasíðunni.