Sumaropnun í sundlaugunum

Sundlaug Sauðárkróks
Sundlaug Sauðárkróks

Frá og með morgundeginum 1. júní lengist opnunartími sundlauga sveitarfélagsins samkvæmt sumaropnunartímum.

Sundlaug Sauðárkróks verður opin alla virka daga kl 6:50 til 21 og um helgar kl 10 til 17. Sundlaugin á Hofsósi verður opin alla daga kl 7 til 21. Laugin í Varmahlíð verður opin á virkum dögum kl 7 til 21 og um helgar frá kl 10 til 17. Sundlaugin á Sólgörðum verður opin á virkum dögum kl 15 til 21 en lokað á þriðjudögum og um helgar er opið frá kl 13 til 17.

Alltaf er hægt að nálgast upplýsingar um opnunartíma sundlauganna hér á heimasíðunni og einnig á facebook síðum lauganna.