Umhverfisdagar 2019

Umhverfisdagar Skagafjarðar 2019 voru haldnir 15. – 19. maí sl. og þóttu heppnast vel. Dagskráin í ár var fjölbreyttari en áður hefur verið þar sem 30 ár eru síðan að Umhverfisdagurinn var fyrst haldinn í Skagafirði. Áskorandakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir fóru út að fegra sitt nær umhverfi og skora svo á aðra í gegnum samfélagsmiðla að gera slíkt hið sama tókst með eindæmum vel og sannaðist þar að margar hendur vinna létt verk. Góð þátttaka var í öðrum viðburðum og enduðu Umhverfisdagar 2019 á gróðursetningu þar sem gróðursettar voru plöntur í Varmahlið, Hofsósi og Sauðárkróki.

Sveitarfélagið Skagafjörður vil þakka öllum þeim sem tóku þátt í átakinu með okkur og jafnframt hvetja íbúa til að hugsa um umhverfið alla daga ársins. Hvort sem það er að hreinsa eða fara út og njóta umhverfisins. Saman getum við gert magnaða hluti.