Morgunopnun í Sundlaug Sauðárkróks hefst á mánudaginn

Sundlaug Sauðárkróks
Sundlaug Sauðárkróks

Frá og með mánudeginum 27. maí opnar Sundlaug Sauðárkróks kl 6:50 á virkum dögum. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við endurbætur og hefur opnunartíminn verið takmarkaður eftir að laugin opnaði aftur. Nú geta fastir morgungestir laugarinnar tekið upp fyrri venjur og byrjað daginn á hressandi morgunsundi.