Aðalbjörg Þorgrímsdóttir ráðin leikskólastjóri Ársala

Aðalbjörg Þorgrímsdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra en Anna Jóna  Guðmundsdóttir lætur af starfinu 31. maí næstkomandi.

 Aðalbjörg er okkur að góðu kunn en hún hefur starfað undanfarin ár sem deildarstjóri við Ársali. Hún hefur einnig  leyst starfandi leikskólastjóra af í forföllum.  Aðalbjörg starfaði áður sem leikskólastjóri Glaðheima og þekkir því starf leikskólastjóra vel. Hún hefur mikla þekkingu og reynslu af því að starfa innan leikskólans.

Um leið og Önnu Jónu eru þökkuð góð og uppbyggjandi störf fyrir  Sveitarfélagið Skagafjörð  bjóðum við  Aðalbjörgu velkomna til starfa. Þeim báðum er óskað velfarnaðar.