Fara í efni

Fréttir

Aðventuopnun í Glaumbæ

10.12.2021
Fréttir
Föstudaginn 17. desember næstkomandi verður sérstök aðventuopnun hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ. Boðið verður upp á heitt súkkulaði, jólate og kaffi í safnbúðinni við innganginn að svæðinu. Gamli bærinn verður kominn í jólabúning og hátíðarbragur yfir svæðinu og hægt að fara í rökkurgöngu um bæinn. Vegna gildandi sóttvarnarreglna- og...

Sérstakur frístundastyrkur

09.12.2021
Fréttir
Hægt er að sækja sérstakan frístundastyrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2006-2015 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júní 2021. Styrkurinn er kr. 25.000 fyrir hvert barn og miðast við íþrótta- og tómstundaiðkun á haustönn 2021. Umsóknarfrestur er til 31....

Vefmyndavél á Faxatorgi á Sauðárkróki komin í lag

08.12.2021
Fréttir
Vefmyndavél á heimasíðu sveitarfélagsins sem sýnir Faxatorg á Sauðárkróki og hefur notið töluverðra vinsælda, sér í lagi meðal brottfluttra Skagfirðinga. Fyrir nokkrum vikum gaf vefmyndavélin upp öndina og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að koma henni aftur í gang tókst það ekki. Var brugðið á það ráð að kaupa nýja vefmyndavél sem nú er...

Framkvæmdir í kvennaklefa í Íþróttamiðstöðinni Varmahlíð

08.12.2021
Fréttir
Framkvæmdir standa nú yfir í Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð þar sem skipta á um flísar í sturtunum í kvennaklefanum. Af þessu kann að skapast ónæði fyrir gesti laugarinnar þar sem kvennaklefinn verður í kjallaranum á meðan, framan við gufuna. Beðist er velvirðingar á því ónæði en stefnt er að því að framkvæmdir í karlaklefanum hefjist á nýju ári.

Íbúafundur um fjárhagsáætlun 2022 kl 20:00 í kvöld

06.12.2021
Fréttir
Í kvöld verða haldnir íbúafundir vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Þar gefst íbúum tækifæri á samtali við sveitarstjórnarmenn til að koma sýnum sjónarmiðum á framfæri varðandi þætti eins og þjónustu, framkvæmdir og viðhald og rekstur sveitarfélagsins. Vegna gildandi samkomutakmarkana af völdum Covid-19 er nauðsynlegt að skrá sig á fundina....

Beiðni um athugasemdir eða breytingar á vegaskrá innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar

01.12.2021
Fréttir
Vinna við nýtt aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð er á lokametrunum og er nú leitað eftir athugasemdum eða breytingum á vegaskrá um vegi í náttúru Íslands innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ef einhverjar athugasemdir eða breytingar eru við vegskránna skal senda þær á netfangið: skipulagsfulltrui@skagafjordur.is og tilgreina í hvaða...

Samtöl við sveitarstjórnarmenn

01.12.2021
Fréttir
Á kjörtímabilinu hafa sveitarstjórnarmenn leitast við að halda íbúafundi í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar til að heyra sjónarmið íbúa varðandi þætti eins og þjónustu, framkvæmdir og viðhald og rekstur. Vegna gildandi samkomutakmarkana af völdum Covid-19 er ætlunin að bjóða upp á fundi með breyttu sniði að þessu sinni en sveitarstjórnarmenn úr...

Vinningshafar í Hreyfi-jólabingói og myndir frá jólasveinalest helgarinnar

29.11.2021
Fréttir
Fyrsta helgi í aðventu var um helgina og af því tilefni stóð Sveitarfélagið Skagafjörður fyrir Hreyfi-jólabingói og jólasveinalest. Hreyfi-jólabingóið var ratleikur þar sem fjölskyldur voru hvattar til þess að fara saman í göngutúr og taka myndir á ýmsum stöðum samkvæmt leiðbeiningum á Bingó spjaldi. Þegar búið var að ná öllu spjaldinu þurfti að...

Sveitarstjórnarfundur 30. nóvember 2021

26.11.2021
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar heldur aukafund, þriðjudaginn 30. nóvember kl. 16:15 að Sæmundargötu 7