Fara í efni

Fréttir

Við fögnum aðventunni um helgina með jólasveinalest og jólabingói

24.11.2021
Fréttir
Vegna samkomutakmarkana fögnum við aðventunni með breyttu sniði í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrstu helgi í aðventu, helgina 26.-28. nóvember. Ekki verður formleg dagskrá við tendrun jólatrés á Kirkjutorgi í ár líkt og hefð er fyrir. Við breytum því til og bjóðum upp á jólasveinalest og hreyfi-jólabingó líkt og í fyrra. Nemendur Árskóla munu...

Takmörkuð opnun á Sundlaug Sauðárkróks í dag, pottar og gufa opin *Uppfært*

24.11.2021
Fréttir
Vegna óviðráðanlegra orsaka er takmörkuð opnun í Sundlauginni á Sauðárkróki í dag, 24. nóvember. Sundlaugarkarið sjálft er lokað en opið er í heita potta og gufu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. *Uppfært. Laugin verður opnuð kl 16 í dag. 

Dráttarbáturinn Bruiser er kominn á Krókinn

22.11.2021
Fréttir
Skagafjarðarhafnir hafa fengið afhentan dráttarbát sem kemur til með að hækka þjónustustig hafnarinnar og auka öryggi til muna. Báturinn er langþráð verkfæri við komur og brottfarir flutningaskipa og stærri fiskiskipa en flutningaskipin hafa kallað mjög eftir þessari þjónustu sem og gesta-togararnir. Báturinn er smíðaður af Damen í Hollandi árið...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 24. nóvember 2021

22.11.2021
Fréttir
Fundur er boðaður í SVeitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 24. nóvember að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15

Rafmagnslaust frá Vatnsleysu að Glaumbæ um tíma á morgun 23. nóvember

22.11.2021
Fréttir
Rafmagnslaust verður frá Vatnsleysu að Glaumbæ 23.11.2021 frá kl 13:00 til kl 14:00 vegna vinnu við dreifikerfi. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.  

Sundlaugin á Hofsósi lokar um tíma í dag

17.11.2021
Fréttir
Vegna bilunar í kaldavatnslögn lokar Sundlaugin á Hofsósi fyrr í dag, en stefnt er að seinniparts opnun kl. 17. Kveðja, starfsmenn laugarinnar.    

Truflun á köldu vatni á Hofsósi

17.11.2021
Fréttir
Kaldavatnslögn er í sundur á Hofsósi. Búast má við truflunum og lokun síðar í dag,17. nóvember, vegna viðgerðar á lögninni.Viðgerð getur staðið fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.  

Upplýsingafundur fyrir íbúa Varmahlíðar

16.11.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður býður íbúum Varmahlíðar til fundar í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudagskvöldið 17. nóvember kl. 20 til að fara yfir aðgerðir í kjölfar aurskriða sem féllu á hús við Laugaveg í lok júní sl. Minnt er á persónulegar sóttvarnir, 1 metra nálægðarmörk og notkun andlitsgríma þar sem ekki er hægt að halda...

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2021
Fréttir
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807. Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrfræðingur og rannsakaði íslenska náttúru en hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Jónas hafði mikinn áhuga á móðurmálinu og var ötull við...