Innsti hluti Fellstúns á Sauðárkróki verður lokaður fyrir umferð í dag og á morgun (15. - 16. nóvember) vegna viðhalds. Hjáleið verðum um göngustíg frá forsæti.
Kiwanis klúbburinn Freyja á Sauðárkróki færði skólasafni Árskóla peningagjöf sl. vor. Var gjöfin nýtt í að kaupa Manga bækur. Þessir bókaflokkar hafa verið vinsælir hjá ungmennum víða um heim og er það einnig svo í Árskóla.
Kærar þakkir Kiwaniskonur.
Tillaga að deiliskipulagi – Nestún norðurhluti og óveruleg breyting á gildandi deiluskipulagi suðurhluta Nestúns
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 27. október sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Nestún norðurhluta á Sauðárkróki ásamt óverulegri breytingu á gildandi deiluskipulagi suðurhluta Nestúns í samræmi...
Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúða í almenna íbúðaleigukerfinu.
Um er að ræða tvær þriggja herbergja íbúðir, Laugatún 21 eh. og 25 eh. og eina tveggja herbergja íbúð, Laugatún 21 nh. á Sauðárkróki.
Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. með byggingu almennra íbúða er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og...
Akstur almenningssamgangna á Sauðárkróki hefst mánudaginn 1. nóvember 2021 samkvæmt skipulagðri akstursáætlun og fer hún fram sem hér segir:
Nr. Stoppistöð
Leið 1
Komutími Brottfarartími
Leið 2
Komutími Brottfarartími
Leið 3
Komutími Brottfarartími
Leið 4
Komutími ...
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og...
Sveitarfélagið Skagafjörður og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2022-2024.
Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 2021-148140)
Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með 29.10.2021 kl 9:00.
Tilboðum skal skila í Ráðhús...
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt tillögu félags- og tómstundanefndar að hækka hvatapeninga úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar nk. Hvatapeningar eru ætlaðir til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Reglur um Hvatapeninga verða...
Nú þegar að daginn er farið að stytta og dagsbirtu nýtur ekki við þegar að farið er af stað inn í skóla- eða vinnudaginn er mikilvægt að fara að öllu með gát í umferðinni. Á þessum árstíma má einnig búast við ísingu sem skerðir viðbragðsgetu ökumanna. Því er mikilvægt að ökumenn hagi akstri alltaf í samræmi við aðstæður og sýni gangandi...