Fara í efni

Hvatapeningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hækka

28.10.2021

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt tillögu félags- og tómstundanefndar að hækka hvatapeninga úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar nk. Hvatapeningar eru ætlaðir til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Reglur um Hvatapeninga verða óbreyttar.

Eins og bókað var á fundi félags- og tómstundanefndar þá er ástæða til að fagna samstöðu um hækkun hvatapeninga, enda mikilvægt að styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna.