Fara í efni

Fréttir

Tillaga að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla í Varmahlíð

28.01.2022
Fréttir
Í lok árs 2019 var sett fram sameiginleg viljayfirlýsing sveitarfélaganna í Skagafirði þar sem samþykkt var að stefna að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Skipuð var sérstök verkefnisstjórn um framkvæmdina. Í henni sitja skólastjóri Leikskólans Birkilundar,...

Álagningu fasteignagjalda 2022 lokið

28.01.2022
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum „Mínar síður“.

Undirritun samnings áfanga II við Sundlaug Sauðárkróks

24.01.2022
Fréttir
Föstudaginn 21. janúar síðastliðinn undirrituðu Sveitarfélagið Skagafjörður og Uppsteypa ehf. verksamning um uppbyggingu við Sundlaug Sauðárkróks, áfanga II. Í verkinu felst uppsteypa á nýju laugarsvæði sunnan við núverandi sundlaug, með barnalaug, buslulaug, kennslulaug, lendingarlaug, köldum potti, ásamt tæknirými í kjallara. Samningsupphæðin...

Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar fundi á ARR í íslenska sauðfjárstofninum

19.01.2022
Fréttir
Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar þeim tímamótum að fundist hafi arfgerð (ARR) í íslenska sauðfjárstofninum sem hefur ónæmi fyrir riðusmiti. Viljum við óska þeim innilega til hamingju sem höfðu forgöngu að þessari vinnu, sem hófst vorið 2021 og skilaði nú þessum merka árangri. Við hvetjum teymið sem fyrir verkefninu fór til...

Tilkynning til hundaeigenda

19.01.2022
Fréttir
Hundaeigendur athugið Því miður verður frestun á árlegri hundahreinsun á vegum sveitarfélagsins vegna samkomutakmarkana í janúar. Ákvörðun um frestun er tekin að höfðu samráði við dýralækni. Hreinsunin verður auglýst og framkvæmd um leið og sóttvarnarreglur leyfa. Hægt er að fá hunda hreinsaða hjá Dýraspítalanum Glæsibæ og Dýralæknaþjónustunni...

Auglýsing um skipulag - Sveinstún og Árkíll 2

19.01.2022
Fréttir
Sveinstún, Sauðárkróki - Skipulagslýsing Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 419. fundi sínum þann 15. desember 2021 lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Sveinstún á Sauðárkróki skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er við suðurmörk bæjarlandsins á milli Sæmundarhlíðar og Sauðárkróksbrautar og...

Samtakamáttur og samheldni á mikilvægum tímum

17.01.2022
Fréttir
Eins og vitað er eru aðgerðir ríkisstjórnar vegna Covid-19 í stöðugri endurskoðun og taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. Í öllum ákvörðunum og umræðu af hálfu yfirvalda hefur verið lögð mikil áhersla á að reyna að halda úti órofinni starfsemi á sem flestum sviðum. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur markað sér þá stefnu að fylgja...

Línulegt samtal um Blöndulínu 3

17.01.2022
Fréttir
Landsnet stendur fyrir opnum fjarfundi þann 20. janúar kl. 19:30 fyrir landeigendur og aðra hagaðila á fyrirhugaðri línuleið Blöndulínu 3, tengingar milli Blöndu og Akureyrar. Á fundinum verður aðalvalkostur fyrir Blöndulínu 3 kynntur. Fundurinn verður á Teams. Skráning þátttöku á fundinn berist á netfangið elins@landsnet.is.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga lokað fimmtudag og föstudag

13.01.2022
Fréttir
Af óviðráðanlegum orsökum verður Héraðsskjalasafn Skagfirðinga lokað í dag, fimmtudaginn 13. janúar og á morgun, föstudaginn 14. janúar. Beðist er velvirðingar á þessu. Fyrirspurnir sendist á netfangið skjalasafn@skagafjörður.is.