Undirritun samnings áfanga II við Sundlaug Sauðárkróks

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Trausti Valur Traustason hjá Uppsteypu ehf. við undirritun sa…
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Trausti Valur Traustason hjá Uppsteypu ehf. við undirritun samnings.

Föstudaginn 21. janúar síðastliðinn undirrituðu Sveitarfélagið Skagafjörður og Uppsteypa ehf. verksamning um uppbyggingu við Sundlaug Sauðárkróks, áfanga II.

Í verkinu felst uppsteypa á nýju laugarsvæði sunnan við núverandi sundlaug, með barnalaug, buslulaug, kennslulaug, lendingarlaug, köldum potti, ásamt tæknirými í kjallara.

Samningsupphæðin hljóðar upp á 189 milljónir króna og gerir verkáætlun ráð fyrir að verkið muni hefjast í byrjun mars næstkomandi og að því verði lokið eigi síðar en 30. október 2022.