Fara í efni

Fréttir

Mikil veikindi starfsmanna félagsþjónustu sem hafa áhrif á daglega þjónustu þessa daga

07.03.2022
Fréttir
Eins og kunnugt er, er talið að veikindi vegna Covid- 19 séu í hámarki. Í Skagafirði eru mikil veikindi og fjölmargir starfsmenn fyrirtækja og stofnana heima vegna þeirra. Því miður hefur þurft að draga úr þjónustu félagsþjónustunnar og gera breytingar sem hefur áhrif á daglegt líf fólks sem nýtur þjónustunnar. Leita hefur þurft til bakvarða vegna...

Mikil veikindi í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki – klárum þetta saman

02.03.2022
Fréttir
Mikil veikindi í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki – klárum þetta saman. Biðlað til foreldra um að halda börnum sínum heima ef þeir mögulega geta. Eins og kunnugt er er talið að veikindi vegna Covid-19 nái hámarki á næstu tveimur vikum. Á Sauðárkróki eru mikil veikindi og fjölmargir starfsmenn fyrirtækja og stofnana heima vegna þeirra....

Hunda- og kattahreinsun

23.02.2022
Fréttir
Hunda- og kattahreinsun fer fram í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins að Borgarflöt 27 á Sauðárkróki, fimmtudaginn 3. mars n.k. Kattahreinsun er frá kl. 16:00-17:00 og hundahreinsun er frá kl. 17:00-18:00. Eigendur eru beðnir um að hafa meðferðis kvittun fyrir greiðslu leyfisgjalds. Vinsamlegast gangið inn í húsið að vestan og út að norðan, til að...

Eitt sveitarfélag í Skagafirði

20.02.2022
Fréttir
Íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa samþykkt sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar. Í Akrahreppi var kjörsókn 86,5 prósent. Alls greiddu 135 atkvæði, en 156 voru á kjörskrá. Já sögðu 84 Nei sögðu...

Kynningarmyndbönd vegna sameiningarkosningar

17.02.2022
Fréttir
Eins og kunnugt er hafa sveitarstjórnir Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákveðið að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja og munu íbúar kjósa um tillöguna 19.febrúar nk. Ef til sameiningar kemur, hefur skipuð nefnd um sameininguna lagt til að ný sveitarstjórn verði skipuð níu fulltrúum og tryggt verði að raddir allra...

Upplýsingar til kjósenda sem eru í einangrun

15.02.2022
Fréttir
Upplýsingar til kjósenda sem eru í einangrun að fyrirmælum sóttvarnayfirvalda: Þeir íbúar sem eru í einangrun geta sent óskir um kosningu utan kjörfundar til sýslumanns á Norðurlandi vestra á netfangið nordurlandvestra@syslumenn.is.

Truflun á heitu vatni í Iðutúni

15.02.2022
Fréttir
Í dag verður gert við bilun í hitaveitu í Iðutúni á Sauðárkróki. Það mun hafa í för með sér truflanir á rennsli heita vatnsins. Vinna hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þessu.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningarkosningar

09.02.2022
Fréttir
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosningar um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps stendur yfir hjá sýslumönnum um land allt og hjá sendiráðum erlendis. Íbúar sveitarfélaganna, sem eiga kosningarétt í kosningunum samkvæmt II. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna og eiga þess ekki kost að mæta á kjörstað, geta því greitt...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 9. febrúar 2022

07.02.2022
Fréttir
Sveitarstjórnarfundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að Sæmundargötu 7, miðvikudaginn 9. febrúar og hefst hann kl. 16;15