Tilkynning til hundaeigenda

Fyrirsæta: Nói
Fyrirsæta: Nói

Hundaeigendur athugið

Því miður verður frestun á árlegri hundahreinsun á vegum sveitarfélagsins vegna samkomutakmarkana í janúar. Ákvörðun um frestun er tekin að höfðu samráði við dýralækni. Hreinsunin verður auglýst og framkvæmd um leið og sóttvarnarreglur leyfa. Hægt er að fá hunda hreinsaða hjá Dýraspítalanum Glæsibæ og Dýralæknaþjónustunni Varmahlíð, sé bráð þörf til.

Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi.