Framkvæmdir í kvennaklefa í Íþróttamiðstöðinni Varmahlíð

Framkvæmdir standa nú yfir í Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð þar sem skipta á um flísar í sturtunum í kvennaklefanum. Af þessu kann að skapast ónæði fyrir gesti laugarinnar þar sem kvennaklefinn verður í kjallaranum á meðan, framan við gufuna. Beðist er velvirðingar á því ónæði en stefnt er að því að framkvæmdir í karlaklefanum hefjist á nýju ári.