Vefmyndavél á Faxatorgi á Sauðárkróki komin í lag

Vefmyndavél á heimasíðu sveitarfélagsins sem sýnir Faxatorg á Sauðárkróki og hefur notið töluverðra vinsælda, sér í lagi meðal brottfluttra Skagfirðinga. Fyrir nokkrum vikum gaf vefmyndavélin upp öndina og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að koma henni aftur í gang tókst það ekki. Var brugðið á það ráð að kaupa nýja vefmyndavél sem nú er aðgengileg fyrir gesti heimasíðu sveitarfélagsins og sýnir hún Faxatorgið í betri gæðum en áður. Hægt er að nálgast vefmyndavélina á forsíðu heimasíðu sveitarfélagsins eða með því að Smella hér