Samtöl við sveitarstjórnarmenn

Á kjörtímabilinu hafa sveitarstjórnarmenn leitast við að halda íbúafundi í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar til að heyra sjónarmið íbúa varðandi þætti eins og þjónustu, framkvæmdir og viðhald og rekstur. Vegna gildandi samkomutakmarkana af völdum Covid-19 er ætlunin að bjóða upp á fundi með breyttu sniði að þessu sinni en sveitarstjórnarmenn úr meiri- og minnihluta munu bjóða upp á samtalsfundi við íbúa mánudaginn 6. desember nk. kl. 20 á eftirtöldum stöðum:


Sauðárkrókur - Sæmundargata 7

Varmahlíð - Menningarhúsið Miðgarður

Hofsós - Félagsheimilið Höfðaborg

Hólar í Hjaltadal – Kaffi Hólar

Fljót - Félagsheimilið Ketilás


Athugið að allir fundirnir eru á sama tíma en á hvern þeirra mætir 1 fulltrúi frá meirihluta og 1 fulltrúi frá minnihluta. Fólk sem hefur áhuga á að mæta á þessa fundi er beðið um að skrá sig á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is

Vakin er athygli á að þeir sem komast ekki til fundanna en hafa áhuga á að koma sínum sjónarmiðum og áherslum á framfæri, geta gert það í gegnum umræðuvettvanginn Betra Ísland. Opið verður fyrir innlegg á Betra Íslandi til og með 7. desember 2021.

Umræðuvettvangur fyrir fjárhagsáætlun 2022 má finna inn á skagafjordur.betraisland.is eða með þvi að smella hér