Sérstakur frístundastyrkur

Hægt er að sækja sérstakan frístundastyrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2006-2015 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júní 2021. Styrkurinn er kr. 25.000 fyrir hvert barn og miðast við íþrótta- og tómstundaiðkun á haustönn 2021. Umsóknarfrestur er til 31. desember.

Sótt er um styrk á Íbúagátt sveitarfélagsins. Umsókn skal fylgja tekjuyfirlit auk kvittana fyrir útlögðum kostnaði.

Tekjuyfirlit má nálgast hér. 

Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri: valdi@skagafjordur.is eða 660-4639.