Vefsíða aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands auglýsir eftir verkefnum
22.09.2017
Fréttir
Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Opnuð hefur verið vefsíða afmælisársins á slóðinni www.fullveldi1918.is. Vefsíðan verður upplýsingasíða þar sem m.a. verður hægt að fylgjast með dagskrá afmælisársins og skrá verkefni á dagskrá. Á síðunni verður hægt að finna fróðleik um árið 1918 og fullveldishugtakið sem og námsefni fyrir skóla.