Góð heimsókn í Iðju-dagþjónustu

Vinirnir frá Skógarlundi komu færandi hendi mynd Iðja dagþjónusta
Vinirnir frá Skógarlundi komu færandi hendi mynd Iðja dagþjónusta

Iðja-dagþjónusta á Sauðárkróki fékk góða og skemmtilega heimsókn í síðustu viku frá góðum vinum á Skógarlundi á Akureyri en það er miðstöð virkni og hreyfingar. Að sjálfsögðu var grillið tekið út og grillaðar pyslur fyrir hópinn og boðið upp á skúffuköku með rjóma í eftirrétt.

Hópurinn frá Skógarlundi kom færandi hendi með fullan poka af gjöfum sem þau höfðu búið til sjálf og og það var mikið spjallað og hlegið og voru starfsmenn í Iðjunni að vonum mjög ánægðir með heimsóknina.