Blóðbankabíllinn verður á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudag og fimmtudag 30. og 31. ágúst. Bíllinn verður staðsettur við Skagfirðingabúð eins og vanalega og stendur blóðsöfnun yfir kl 12-17 á miðvikudeginum og 9-11:30 á fimmtudeginum.
Af óviðráðanlegum örsökum verður opnunartími sundlaugarinnar á Hofsósi styttur á virkum dögum frá og með morgundeginum 23. ágúst. Sundlaugin verður opin frá kl 11-19 alla virka daga frá 23. - 31. ágúst en opið um helgina kl 7-21 þ.e. 26. og 27. ágúst.
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð dagana 23.-27. ágúst meðan verið er að hreinsa laugina. Laugin opnar aftur mánudaginn 28. ágúst og hefst þá vetraropnun.
Það verður mikið um að vera laugardaginn 19. ágúst í Skagafirði þegar hin árlega Sveitasæla fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum og Skagfirðingar fagna komu Drangeyjar SK 2- nýjum togara Fisk Seafood. Einnig verða opin bú á sunnudeginum í tengslum við Sveitasæluna.
Af óviðráðanlegum örsökum verður sundlaugin á Hofsósi með styttri opnunartíma um helgina, dagana 19. og 20. ágúst, eða frá kl 11-19.
Annars er laugin opin alla daga kl 7-21.
Árlegur fræðsludagur leik–, grunn-, og tónlistarskóla Skagafjarðar var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð sl. þriðjudag og er þetta í áttunda sinn sem þessi dagur er haldinn.