Endurreikningi vegna afsláttar af fasteignaskatti 2017 lokið
15.08.2017
Fréttir
Endurreikningi afsláttar á fasteignaskatt vegna ársins 2017 hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er lokið. Við álagningu fasteignagjalda í janúar s.l. var tilkynnt að inneign eða skuld gæti myndast við endanlegan útreikning á afslætti vegna fasteignaskatts, á íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega. Samtals fengu 181 fasteignaeigendur lækkun á fasteignaskatt þetta árið, að upphæð 6,9 milljónir króna samtals.