Fara í efni

Tímabundið hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

04.08.2017

 Tímabundið hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

 

Tímabil starfs: 7. september 2017 til 14. nóvember, með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Starfshlutfall: 75% starfshlutfall.

Starfsheiti: Liðveisla II.

Lýsing á starfinu: Starfsmaður aðstoðar blindan einstakling í nágrenni Varmahlíðar. Starfið felst m.a. í aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegum stuðningi. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með fötluðu fólki og hefur að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttsemi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2017

Nánari upplýsingar: Sigþrúður Jóna Harðardóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, í síma 455-6082 eða með tölvupósti; sigthrudurh@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.