Fara í efni

Sundlaugin á Sauðárkróki auglýsir eftir karlmönnum í tvö hlutastörf

09.08.2017

 Sundlaugin á Sauðárkróki auglýsir eftir karlmönnum í tvö hlutastörf

 

Upphaf starfs: 45% starf laust frá og með 1. september 2017.  85% starf laust frá og með 23. ágúst 2017.

Starfsheiti: Sundlaugarvörður.

Lýsing á starfinu: Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum ásamt afgreiðslu og baðvörslu. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna.

Menntunarkröfur: Æskilegt er að viðkomandi sé með björgunarsundpróf og hafa lokið námskeiði í skyndihjálp.

Hæfniskröfur: Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð og hafi metnað til að láta gestum líða vel. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Reynsla er kostur. Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Vinnutími: Vaktavinna.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2017

Nánari upplýsingar: Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála, í síma 660-4639 eða valdi@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsóknum ásamt ferilskrá er greinir frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.