Hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn
16.06.2017
Fréttir
17. júní, þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, ber upp á laugardag að þessu sinni og verður ýmislegt í boði í tilefni dagsins. Hátíðar- og skemmtidagskrá á Sauðárkróki hefst við Skagfirðingabúð þar sem unga kynslóðin getur fengið andlitsmálun áður en skrúðgangan heldur af stað kl 12:45 að Flæðunum við Faxatorg þar sem dagskrá hefst kl 13.