Fara í efni

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð óskar eftir að ráða kvenmann til starfa

15.06.2017

 Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð óskar eftir að ráða kvenmann til starfa

 

Upphaf starfs: 1. september 2017 eða eftir samkomulagi.

Starfsheiti: Sundlaugarvörður I.

Starfshlutfall: 70% starfshlutfall.

Lýsing á starfinu: Í starfinu felst í baðvarsla, þrif og afgreiðsla ásamt öryggigæslu við sjónvarspsskjá og laug.

Menntunarkröfur: Æskilegt er að viðkomandi sé með björgunarsundpróf og hafa lokið námskeiði í skyndihjálp.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera lipurð í mannlegum samskiptum, ríka þjónustulund, samstarfsvilja og er stundvís. Reynsla er kostur. Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Vinnutími: Vaktavinna.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí 2017

Nánari upplýsingar: Hanna Dóra Björnsdóttir, skólastjóri Varmahlíðarskóla, í síma 898-6698 eða hannadora@varmahlidarskoli.is.

Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins eða í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Í íþróttamiðstöðinninni í Varmahlíð er m.a. að finna sundlaug, íþróttasal, áhaldasal og gufubað. Sundlaugin er tvískipt útilaug. Annars vegar er 12,5 x 25 metra laug og hins vegar 12,5 x 8 m „barnalaug“. Í þeirri síðarnefndu er vatnið haft heitara en í stærri lauginni og þar er lítil rennibraut. Nýtur hún mikilla vinsælda meðal fjölskyldufólks. Einnig er heitur pottur við laugarnar.