Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næstkomandi. Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 var samþykktur við aðra umræðu í sveitarstjórn þann 15. maí s.l.
Rekstrarniðurstaða batnaði mikið á milli ára og var nokkuð umfram áætlanir. Rekstrarafgangur samstæðunnar var 252,1 milljónir króna. Gert hafði verið ráð fyrir rekstrarafgangi að upphæð 95,4 milljónum króna.
Vinnusmiðja Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fór fram um síðustu helgi í Háskólanum í Reykjavík og voru flottir fulltrúar frá Varmahlíðarskóla og Árskóla á staðnum, fjórir frá hvorum skóla. Tveir ungir piltar úr 7. bekk Varmahlíðarskóla hrepptu 1. sæti þeir Indriði Ægir og Óskar Aron og í 2. sætu voru stöllurnar úr Varmahlíðarskóla Þóra Emilía og Lilja Diljá og Una Karen úr Árskóla.
Nú stendur yfir skráning í Vinnuskóla sveitarfélagsins sem verður starfræktur frá 6. júní til 11. ágúst. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 13-16 ára, fædd 2001-2004. Skráningu þarf að vera lokið fyrir 25. maí næstkomandi.
Nú er vor í lofti og spáð góðu veðri um helgina eftir þetta stutta kuldakast sem búið er að vera síðustu daga. Senn líður að skólaslitum og eru nemendur og starfsfólk skólanna á faraldsfæti þessa dagana í vorferðalögum og útskriftir eru hafnar.