Fara í efni

Auglýsing um deiliskipulagstillögu fyrir skíðasvæði Tindastóls

12.06.2017
Skíðasvæðið í Tindastóli

Þann 7. júní síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Tillagan felur í sér gerð deiliskipulags fyrir skíðasvæðið eins og það er afmarkað í aðalskipulagi og er markmiðið að fá fram heildstætt skipulag fyrir svæðið og nánasta umhverfi þess. 

Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir byggingu skíðaskála, skíðalyftu og möguleikum á lyftu og skíðabraut í vesturhlíðum Ytridals.

Tillagan liggur frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins að Skagfirðingabraut 17-19 frá og með miðvikudeginum 14. júní til og með 26. júlí 2017 og einnig má nálgast hana hér á heimasíðunni.

Athugasemdir og ábendingar við tillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulags- og byggingarfulltrúa í ráðhúsið eða á netfangið jobygg@skagafjordur.is í síðasta lagi þann 26. júlí.