Leikskólinn Tröllaborg auglýsir laust starf

 Leikskólinn Tröllaborg auglýsir laust starf

 

Upphaf starfs: 1. október 2017 – 30. júní 2018, með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Starfsstöð: Hólar í Hjaltadal.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Starfsheiti: Starfsmaður í leikskóla (40%), matráður I (30%) og ræsting (30%).

Lýsing á starfinu: Í raun er um þrjú hlutastörf að ræða sem eru sameinuð til að ná fullu starfshlutfalli.  Starfsmaður á leikskóla starfar með börnum í leik og starfi undir stjórn deildarstjóra og framfylgir faglegri stefnu leikskólans. Matráður starfar í matsal/eldhúsi við m.a. undirbúning og framreiðslu á mat, frágangi og þrifum. Starfsmaður í ræstingu starfar við þrif í leikskólanum.

Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Menntunar- og hæfniskröfur: Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannnlegum samskiptum, þjónustulipurð og samstarfsvilja. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Menntun og reynsla af sambærilegum störfum er kostur.

Vinnutími: Dagvinna.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2017

Nánari upplýsingar: Anna Árnína Stefánsd., leikskólastjóri, 862-5606 eða brusabaer@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá er greinir frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Leikskólinn Tröllaborg er tveggja deilda leikskóli sem er rekinn á tveimur starfsstöðvum; Hofsósi og á Hólum. Á Hólum er leikskólinn í sama húsnæði og grunnskólinn og er sameiginlegt mötuneyti fyrir bæði skólastigin.

Kjörorð leikskólans er: Leikum saman og lærum. Aðaláhersla Tröllaborgar er leikurinn, umhverfismennt og lestrarhvetjandi umhverfi.

Leikskólinn er Grænfánaskóli sem leggur áherslu á umhverfismennt ásamt því að vera SMT leikskóli þar sem áhersla er lögð á jákvæða hegðun. Í vetur byrjar vinna sem miðar að því að leikskólinn verði heilsueflandi leikskóli.