Dagdvöl aldraðra auglýsir 2 tímabundin afleysingastörf

 Dagdvöl aldraðra auglýsir 2 tímabundin afleysingastörf

 

Tímabil starfa: 4. okt. til 30. nóv. 2017 með möguleika á framlengingu.

Fjöldi & starfshlutfall: 2 störf í 50-60% starfshlutfalli.

Lýsing á störfunum: Í störfunum felst m.a. aðstoð við handmennt og önnur almenn umönnun. Störfin henta konum jafnt sem körlum.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingum með ríka samstarfs- og samskiptahæfileika. Virðing í mannlegum samskiptum er skilyrði. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, dugnað, stundvísi, jákvæðni, ábyrgðarkennd og hæfni til að tileinka sér nýjungar. Menntun og reynsla er kostur.

Vinnutími: Dagvinna.

Starfsheiti: Starfsmaður við dagvist aldraðra (aðhlynning og félagsstarf).

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2017

Nánari upplýsingar: Elísabet Pálmad, forstöðumaður, elisabet@skagafjordur.is, 453-5909/692-5909.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá er greinir frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs til að geta búið áfram heima eins lengi og kostur er

Dagdvölin  er til húsa í Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks en rekin af Sveitarfélaginu Skagafirði. Opið er alla virka daga frá klukkan 8.30 – 15.30  Þar er boðið upp að ýmiskonar afþreyingu s.s. sund og æfingar í Endurhæfingarstöð HSN, föndur og spil.