Fara í efni

Fréttir

Lúsíuhátíð í dag

07.12.2017
Fréttir
Lúsíuhátíð 6. bekkjar Árskóla er í dag. Lúsíurnar hafa verið á ferðinni um bæinn og hafa sungið á nokkrum stöðum. Hátíðin endar með Lúsíusöng í matsal Árskóla kl. 17:00. Þangað eru allir velkomnir.

Jóladagskrá 6.-14. desember

06.12.2017
Fréttir
Það er orðið ansi jólalegt í Skagafirði þó að snjóinn hafi að miklu leyti tekið upp. Fyrirtæki og íbúar eru margir hverjir búnir að hengja jólaskraut í glugga og börnin bíða með tilhlökkun eftir fyrsta jólasveininum sem væntanlegur er í byrjun næstu viku. Í fréttinni má nálgast jóladagskrá sveitarfélagsins sem nær frá 6.-14. desember.

Ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi

02.12.2017
Fréttir
Það var ákaflega skemmtileg stund í dag þegar ljós voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki. Dagskráin byrjaði raunar í morgun þegar fjölmörg fyrirtæki og félagasamtök stóðu fyrir fjölbreyttum viðburðum. Má þar nefna jólahlaðborð Rótarý og afmæliskaffi á vegum sveitarfélagsins í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi.

Áætlunarflug á Sauðárkrók í boði frá og með deginum í dag

01.12.2017
Fréttir
Í dag lenti fyrsta áætlunarvélin á Sauðárkróki eftir nokkurra ára hlé. Það ríkti gleði í flugstöð Alexandersflugvallar þegar beðið var eftir vélinni sem lenti kl. 13:40 í dag, þann 1. desember. Til að byrja með verður flogið fjórum sinnum í viku, eitt flug á föstudögum, eitt á mánudögum og tvö flug á þriðjudögum. Um tilraunaverkefni er að ræða til sex mánaða en framhaldið ræðst af eftirspurn flugfarþega.

Yfirlýsing stjórnenda í Varmahlíðarskóla vegna fréttar í Fréttablaðinu 29. nóvember

30.11.2017
Fréttir
Í Fréttablaðinu 29. nóv., er umfjöllun um niðurstöður samræmdra prófa haustið 2017 þar sem fram kemur að einkunnir hafi verið jafnari milli kjördæma en áður. Þegar litið er til góðs árangurs á prófunum eru landshlutar og kjördæmi nefnd en þegar kemur að slökum árangri eru einstakir skólar nafngreindir og þar með talið okkar skóli, Varmahlíðarskóli í Skagafirði, sem er fámennur skóli með 109 nemendur. Þessi umfjöllun er ámælisverð og viljum við gera athugasemdir við fréttaflutninginn sem vart getur talist uppbyggjandi fyrir neinn.

Jóladagskrá 30. nóvember - 7. desember

29.11.2017
Fréttir
Fyrsti hluti jóladagskrár Skagafjarðar er kominn út. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í vikunni. Á laugardaginn verða ljós tendruð á jólatrénu við Kirkjutorg á Sauðárkróki. Að þessu sinni er jólatréð ræktað í heimabyggð og kemur úr skógi Skógræktarinnar í Reykjarhóli. Gróðursetning þar hófst árið 1947 eða sama ár og Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi.

Tímabundin staða leikskólakennara er laus til umsóknar

28.11.2017
Fréttir
Leikskólinn Ársalir auglýsir 100% stöðu leikskólakennara tímabilið 1. janúar 2018 - 15. febrúar 2018 lausa til umsóknar.

Opið hús í Iðju 4. desember

28.11.2017
Fréttir
Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember næstkomandi verður opið hús í Iðju við Sæmundarhlíð mánudaginn 4. desember frá kl 10-15. Góður gestur kemur og skemmtir kl 14 og í boði verður jólate ,,iðjusamra'' ásamt meðlæti.

Sveitarstjórnarfundur 29. nóvember

27.11.2017
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 29. nóvember kl. 10:00