Jóladagskrá 6.-14. desember

Jóladagskráin er birt vikulega á aðventunni
Jóladagskráin er birt vikulega á aðventunni

Það er orðið ansi jólalegt í Skagafirði þó að snjóinn hafi að miklu leyti tekið upp. Fyrirtæki og íbúar eru margir hverjir búnir að hengja jólaskraut í glugga og börnin bíða með tilhlökkun eftir fyrsta jólasveininum sem væntanlegur er í byrjun næstu viku. Í kvöld, miðvikudag, eru seinni sýningar 8. og 9. bekkjar Árskóla í Bifröst og á morgun verða Lúsíurnar í 6. bekk Árskóla á ferðinni og syngja á nokkrum stöðum á Sauðárkróki. Á morgun stendur 10. bekkur Varmahlíðarskóla fyrir jólabingói í skólanum sem hefst kl. 17:00. 

Á laugardaginn eru margar ástæður til að heimsækja Lýtingsstaðahrepp, en þar er hægt að kíkja á jólamarkað, opið hús í torfhúsinu að Lýtingsstöðum og í Rúnalist gallerí, Stórhól. Á laugardagskvöld eru tónleikar í Sauðárkrókskirkju og jólahlaðborð á Hótel Varmahlíð.

Á sunnudaginn er upplagt að kíkja heim að Hólum en þar er aðventuævintýri og verður aðventuhátíð í Hóladómkirkju kl. 14:00. Hóladeild Skógræktarfélags Skagfirðinga verður með jólatréssölu og Kvenfélag Hólahrepps stendur fyrir ýmsum skemmtilegum viðburðum.

Jóladagskrá vikunnar má sjá í heild sinni hér