Opið hús í Iðju 4. desember

Jólaföndur í Iðjunni
Jólaföndur í Iðjunni

Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember næstkomandi verður opið hús í Iðju við Sæmundarhlíð mánudaginn 4. desember frá kl 10-15. Góður gestur kemur og skemmtir kl 14 og í boði verður jólate ,,iðjusamra'' ásamt meðlæti. 

Þjónustuþegar og starfsfólk Iðjunnar býður alla velkomna og hlakka til dagsins.