Fara í efni

Fréttir

Sundlaug Sauðárkróks lokuð tímabundið í dag

06.02.2018
Fréttir
Vegna vinnu við heitavatnslögn þarf að grípa til tímabundinnar lokunar á Sundlaug Sauðárkróks í dag þriðjudaginn 6. febrúar og er laugin því lokuð eins og er. Ef allt gengur vel verður hugsanlega opnað aftur um kvöldmatarleytið í dag. Upplýsingar um opnunina verða birtar á facebook síðu sveitarfélagsins.

Auglýsing um skipulagsmál - mat á umhverfisáhrifum Öggur ehf

05.02.2018
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið ákvörðun um að bleikjueldisstöð Öggurs ehf að Kjarvalsstöðum í Hjaltadal sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif sbr. viðmið í 2. viðauka við lög nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Áttundi og síðasti þáttur Atvinnupúlsins

02.02.2018
Fréttir
Á miðvikudagskvöld var áttundi og síðasti þáttur Atvinnupúlsins í Skagafirði á dagskrá N4 sjónvarps. Í þættinum er komið víða við, eins og í fyrri þáttum og er meðal annars fjallað um verslun í Skagafirði, fræðsluþjónustu sveitarfélagsins og sútunarverksmiðja heimsótt. Hægt að nálgast hlekk til að horfa á þáttinn í fréttinni.

Auglýsing um skipulagsmál - aðalskipulag 2009-2021 og tengivirki Varmahlíð

02.02.2018
Fréttir
Þann 23. janúar síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að leggja fram til kynningar drög að breytingum á aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Um er að ræða vinnslutillögu í fimm liðum. Valkosti á legu Blöndulínu 3, Sauðárkrókslínu, áframhaldandi frestun á virkjanakosti í Skagafirði, fella út urðunarsvæði við Brimnes, nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki og ný efnistökusvæði vegna framkvæmda.

Launaútborgun 1. febrúar 2018

02.02.2018
Fréttir
Til upplýsinga til launþega Sveitarfélagsins Skagafjarðar þá var launaútborgun í gær gjaldfærð útaf reikningi sveitarfélagsins kl 13:02. Af óútskýrðum örsökum hafa launin ekki borist inn á bankareikninga starfsmanna. Búið er að hafa samband við bankann og leita skýringa og vonum við að málið leysist sem allra fyrst. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.

Árshátíð miðstigs Árskóla

30.01.2018
Fréttir
Árleg árshátíð miðstigs Árskóla (5., 6. og 7. bekkjar) verður haldin í félagsheimilinu Bifröst í dag og á morgun. Dagskráin er fjölbreytt að vanda, leikur og söngur úr ýmsum áttum.

Auglýsing um deiliskipulag við Freyjugötu 25

29.01.2018
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags við lóðina Freyjugötu 25 á Sauðárkróki en á lóðinni er bygging sem áður var kennsluhúsnæði Árskóla.

Starfsmaður óskast í þjónustu við fatlað fólk

26.01.2018
Fréttir
Starfsmaður starfar á heimili fyrir fatlaða einstaklinga. Starfið felur í sér að aðstoða fatlaða einstaklinga við athafnir daglegs lífs, s.s. við umönnun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.

Sundlaugin í Varmahlíð opnar kl 15 mánudaginn 29. janúar

26.01.2018
Fréttir
Næstkomandi mánudag þann 29. janúar opnar sundlaugin í Varmahlíð ekki fyrr en kl 15 í staðinn fyrir kl 9 eins og vanalega á mánudögum. Ástæðan er námskeið sem starfsfólk sundlaugarinnar er að fara á.