Auglýsing um deiliskipulag við Freyjugötu 25

Sauðárkrókur
Sauðárkrókur

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags við lóðina Freyjugötu 25 á Sauðárkróki en á lóðinni er bygging sem áður var kennsluhúsnæði Árskóla.

Fyrirhugað er að breyta húsinu í fjölbýlishús með 11 íbúðum og skipta lóðinni upp í fjóra hluta þannig að auk fjölbýlishússins komi tvær lóðir undir parhús við Freyjugötu og ein undir parhús við Ránarstíg.

Skipulagslýsingin liggur frammi til kynningar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa og í afgreiðslu ráðhússins og einnig er hægt að nálgast hana hér á heimasíðunni til 24. febrúar næstkomandi. Ábendingar skulu berast skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa eða á netfangið jobygg@skagafjordur.is fyrir 24. febrúar 2018.