Fara í efni

Tímabundin staða leikskólakennara er laus til umsóknar

28.11.2017

Leikskólinn Ársalir óskar eftir leikskólakennara

Tímabil starfs: Frá 1. janúar 2018 – 15. febrúar 2018.

Starfsheiti: Leikskólakennari.

Starfshlutfall: 100%

Vinnutími: Dagvinna.

Lýsing á starfinu: Leikskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, Aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu sveitarfélagsins. Vinnur að uppeldi og menntun barnanna undir stjórn deildastjóra. Fylgist með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Menntunarkröfur: Leyfi til að nota starfsheitið leikskólakennari.

Ef ekki berast umsóknir frá leikskólakennurum sem uppfylla menntunarkröfur er heimilt að ráða leiðbeinendur.

Hæfniskröfur: Umsækjendur þurfa að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði, sjálfstæði og hafa faglegan metnað fyrir starfi sínu. Kennarar og starfsfólk leikskólans þurfa að vinna að uppeldi og menntun barnanna í samræmi við Aðalnámskrá leikskólans og geta unnið í nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum er æskileg. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna FL.

Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2017

Nánari upplýsingar: Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, leikskólastjóri, alla@skagafjordur.is,  í síma 455-6090.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og leyfisbréfi skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Einkunnarorð leikskólans eru: Vinátta – Virðing – Vellíðan.

Ársalir er níu deilda leikskóli rekinn í tveimur húsum sem annars vegar hýsir eldra stig og hins vegar yngra stig. Eldra stig hefur aðsetur við Árkíl og þar eru 2 – 5 ára börn á sex deildum, sem heita; Höfði, Laut, Hlíð, Þúfa, Skógar og Klettur. Yngra stig er staðsett við Víðigrund og þar eru 1-2 ára börn á þremur deildum sem heita; Lón, Lind og Lækur.