Fara í efni

Fréttir

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skrifa undir meirihlutasáttmála

03.06.2022
Fréttir
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur undirrituðu í dag meirihlutasáttmála í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fór athöfnin fram í Kakalaskála í Kringlumýri í Blönduhlíð. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Skagafirði mun endurnýja ráðningasmaning við núverandi sveitarstjóra, Sigfús Inga...

Uppbygging fjölskyldugarðs á Sauðárkróki

31.05.2022
Fréttir
Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu við Kiwanisklúbbinn Freyju um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki. Markmið fjölskyldugarðsins er að stuðla að ánægjulegum samverustundum barna og foreldra og um leið að efla útiveru og hreyfingu í anda heilsueflandi samfélags. Sveitarfélagið mun sjá um hönnun og afmörkun svæðisins í samstarfi við klúbbinn en þar er gert ráð fyrir leiktækjum og annarri aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Sveitarfélagið færir Freyjunum bestu þakkir fyrir framtakið með von um gott samstarf í framhaldinu um uppbyggingu fjölskyldugarðsins.

Afgreiðsla ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður lokuð mánudaginn 30. maí 2022

27.05.2022
Fréttir
Afgreiðsla ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður lokuð mánudaginn 30. maí 2022. Ef á þarf að halda er hægt að ná í starfsmenn fjölskyldusviðs varðandi ákveðna þjónustu: Vegna heimaþjónustu, húsnæðismála og almennrar félagsþjónustu sirrysif@skagafjordur.is   Vegna barnaverndarmála sími 112

Viðhald á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki - Hlaupabraut lokuð

26.05.2022
Fréttir
Þessa dagana stendur yfir viðhald á hlaupabrautinni á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki, þar sem verið er að mála hlaupbrautinar. Brautirnar verða því lokaðar almenningi fram til næsta þriðjudags, 31. maí.

Auglýsing um skipulagsmál - Deplar og Hraun í Fljótum

25.05.2022
Fréttir
Auglýsing um skipulagsmál – Sveitarfélagið Skagafjörður. Hraun í Fljótum – Skipulagslýsing Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 423. fundi sínum þann 6. apríl 2022 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Hraun í Fljótum skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kollgáta arkitektastofa leggur fram...

Skráningu í Vinnuskólann stendur yfir og lýkur 29. maí

25.05.2022
Fréttir
Við viljum minna á að nú stendur yfir skráning í Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar, en skráningu lýkur sunnudaginn 29.maí. Vinnuskólinn verður starfandi í sumar frá þriðjudeginum 7. júní til föstudagsins 12. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann....

Notendur hitaveitu á Hofsósi og í sveitum út að austan athugið

23.05.2022
Fréttir
Vegna viðgerðar á stofnlögn verður lokað fyrir heitavatnið kl. 10 að morgni þriðjudaginn 24. maí. Lokunin nær til allra notenda Hrolleifsdalsveitu og mun standa fram eftir degi. Athugið að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana í vöskum inn á heimilum og öðrum stöðum til að koma í veg fyrir vatnstjón. Biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann...

Sundlaugin á Hofsósi lokuð fram eftir degi 24. maí

23.05.2022
Fréttir
Vegna hitavatnsleysis verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð fram eftir degi á morgun, þriðjudaginn 24. maí. Laugin verður opnuð um leið og það er mögulegt.

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 25. maí

23.05.2022
Fréttir
Síðasti fundur þessarar sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 25. maí að Sæmunargötu 7 og hefs